Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela 9. nóvember 2006 10:49 Frá vettvangi árás Ísraels í fyrrinótt. MYND/AP Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn, auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Sagði hann sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi væntanlegan til landsins í næstu viku og á fundi sínum með honum myndi utanríkisráðherra koma á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hóf umræðuna í athugasemdum um störf þingsns og spurði hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að mótmæla framferði Ísraela. Hann tilkynnti um leið að formaður Frjálslynda flokksins hefði afboðað komu sína á fund með sendiherra Ísraels, Miryam Shomrat, í næstu viku vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði framferði Ísraela ganga fram af mönnum og þar í landi reyndu menn að koma í veg fyrir að festu yrði komið á í palestínskum stjórnmálum með stofnun þjóðstjórnar með árásum sem þessum. Atburðirnir í fyrrinótt væru ekkert annað en fjöldamorð því verið væri að ráðast á saklaust fólk í svefni. Minnti hann einnig á að Ísraelar hefðu notað bæði klasa- og fosfórsprengjur og geislavopn í stríði sínu við Hizbolla-samtökin í Líbanon í sumar og sagði að það hlyti að koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar sem Ísraelar þverbrytu alþjóðleg lög og samninga. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði að vandséð væri hvaða tilgangi árásirnar hefðu átt að þjóna og hvaða rök væru á bak við þær en sagði ísraelsk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á málinu. Íslensk stjórnvöld fordæmdu árásirnar og formlegum mótmælum vegna framferðis þeirra yrði komið á framfæri á fundi utanríkisráðherra og sendiherra Ísraels í næstu viku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn, auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Sagði hann sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi væntanlegan til landsins í næstu viku og á fundi sínum með honum myndi utanríkisráðherra koma á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hóf umræðuna í athugasemdum um störf þingsns og spurði hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að mótmæla framferði Ísraela. Hann tilkynnti um leið að formaður Frjálslynda flokksins hefði afboðað komu sína á fund með sendiherra Ísraels, Miryam Shomrat, í næstu viku vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði framferði Ísraela ganga fram af mönnum og þar í landi reyndu menn að koma í veg fyrir að festu yrði komið á í palestínskum stjórnmálum með stofnun þjóðstjórnar með árásum sem þessum. Atburðirnir í fyrrinótt væru ekkert annað en fjöldamorð því verið væri að ráðast á saklaust fólk í svefni. Minnti hann einnig á að Ísraelar hefðu notað bæði klasa- og fosfórsprengjur og geislavopn í stríði sínu við Hizbolla-samtökin í Líbanon í sumar og sagði að það hlyti að koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar sem Ísraelar þverbrytu alþjóðleg lög og samninga. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði að vandséð væri hvaða tilgangi árásirnar hefðu átt að þjóna og hvaða rök væru á bak við þær en sagði ísraelsk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á málinu. Íslensk stjórnvöld fordæmdu árásirnar og formlegum mótmælum vegna framferðis þeirra yrði komið á framfæri á fundi utanríkisráðherra og sendiherra Ísraels í næstu viku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira