Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðfestir að hann sé maðurinn sem standi á bak við meirihluta þess fjármagns sem Eggert Magnússon hefur verið að raka saman til að gera kauptilboð í enska knattspyrnufélagið West Ham.
Breskir fjölmiðlar hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga í dag og hefur hópur Eggerts og félaga loksins fengið aðgang að bókhaldi West Ham, þar sem þeir eru að kynna sér skuldastöðu félagsins.