Hart deilt á félagsmálaráðherra vegna launamunar 8. nóvember 2006 16:47 MYND/Kolbrún K Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.Benti hún á að 45 ár væru frá því að lög hefðu verið sett um það að laun kynjanna skyldu jöfn og sagði það ekkert annað en mannréttindabrot að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Sagði hún ríkið ekki síður en almenna atvinnurekendur hafa brotið lögin þar sem viðbótarlaun eins og óunnin yfirvinna og ýmsar sporslur rynnu fremur til karla en kvenna í störfum hjá ríkinu. Benti hún enn fremur á að Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefði greint frá því í ræðu á dögunum að með sama áfram haldi tæki það 581 ár að leiðrétta launamuninn.Spurði hún Magnús Stefánsson, ráðherra jafnréttismála, að því hvort hann væri tilbúinn að leggja fullan kraft í gerð framkvæmdaáætlunar um jöfnun á launmun kynjanna og jafnvel beita jákvæðri mismunun og aflétta launaleynd til þess að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna.Magnús Stefánsson félagsmálaráðhera sagði niðurstöður rannsóknar Capacent hafa valdið sér miklum vonbrigðum en þó kæmi ýmislegt jákvætt þar í ljós. Það væru t.d. stór tíðindi að lög um fæðingarorlof sem sett hefðu verið fyrir nokkrum árum væru farin að hafa áhrif á fjölskylduábyrgð og að yngsta kynslóð kvenna væri tilbúin að gera ákveðnari kröfur í málinu.Sagðist hann ætla að vinna í málinu á næstunni og kalla til sín fólk sem hefði mikla reynslu af því. Hann sagði ábyrgðina á launamisréttinu hjá atvinnurekendum og að hann hygðist kalla til sína aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða aðgerðir til lausnar málinu. Hann væri tilbúinn að skoða að beita jákvæðri mismunun og jafnvel að aflétta launaleynd.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ráðherra fremur linan í jafnréttismálum og ekki væri að búast við árangri í málaflokknum þegar ráðherra skipaði endalausar nefndir, gerði kannanir og ætti þríhliða viðræður. Sagði hún að launamismunin þrifist í skjóli hugmynda um stöðu kynjanna í samfélaginu.Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að launamunur kynjanna hefði minnkað meðal stjórnenda fyrirtækja og þá hefðu fæðingarorlofslögin bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það sýndi að aðgerðir yfirvalda skiluðu árangri. Staðan væri engu að síður óviðunandi og fyrirtæki á almennum markaði þyrftu að svara fyrir það.Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að við endurskoðun jafnréttislaga, sem nú stæði yfir, þyrfti að horfa til þess að herða viðurlög við brotum á þeim. Menn þyrftu að finna fyrir því þegar þeir brytu lögin líkt og þegar þeir brytu önnur lög.Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðu könnunarinnar ákveðið áfall og taldi launamuninn enn meiri þar sem ekki væri tekið tillit til þess að mun færri konur væru í stjórnunarstöðum en karlar hjá fyrirtækjum. Sagði hann fæðingarorlofslögin ekki hafa dugað og að vandinn væri hjá atvinnurekendum og launþegum. Konur þyrftu að krefjast hærri launa.Athygli vakti að sex konur tóku til máls við utandagskrárumræðuna en aðeins þrír karlar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.Benti hún á að 45 ár væru frá því að lög hefðu verið sett um það að laun kynjanna skyldu jöfn og sagði það ekkert annað en mannréttindabrot að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Sagði hún ríkið ekki síður en almenna atvinnurekendur hafa brotið lögin þar sem viðbótarlaun eins og óunnin yfirvinna og ýmsar sporslur rynnu fremur til karla en kvenna í störfum hjá ríkinu. Benti hún enn fremur á að Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefði greint frá því í ræðu á dögunum að með sama áfram haldi tæki það 581 ár að leiðrétta launamuninn.Spurði hún Magnús Stefánsson, ráðherra jafnréttismála, að því hvort hann væri tilbúinn að leggja fullan kraft í gerð framkvæmdaáætlunar um jöfnun á launmun kynjanna og jafnvel beita jákvæðri mismunun og aflétta launaleynd til þess að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna.Magnús Stefánsson félagsmálaráðhera sagði niðurstöður rannsóknar Capacent hafa valdið sér miklum vonbrigðum en þó kæmi ýmislegt jákvætt þar í ljós. Það væru t.d. stór tíðindi að lög um fæðingarorlof sem sett hefðu verið fyrir nokkrum árum væru farin að hafa áhrif á fjölskylduábyrgð og að yngsta kynslóð kvenna væri tilbúin að gera ákveðnari kröfur í málinu.Sagðist hann ætla að vinna í málinu á næstunni og kalla til sín fólk sem hefði mikla reynslu af því. Hann sagði ábyrgðina á launamisréttinu hjá atvinnurekendum og að hann hygðist kalla til sína aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða aðgerðir til lausnar málinu. Hann væri tilbúinn að skoða að beita jákvæðri mismunun og jafnvel að aflétta launaleynd.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ráðherra fremur linan í jafnréttismálum og ekki væri að búast við árangri í málaflokknum þegar ráðherra skipaði endalausar nefndir, gerði kannanir og ætti þríhliða viðræður. Sagði hún að launamismunin þrifist í skjóli hugmynda um stöðu kynjanna í samfélaginu.Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að launamunur kynjanna hefði minnkað meðal stjórnenda fyrirtækja og þá hefðu fæðingarorlofslögin bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það sýndi að aðgerðir yfirvalda skiluðu árangri. Staðan væri engu að síður óviðunandi og fyrirtæki á almennum markaði þyrftu að svara fyrir það.Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að við endurskoðun jafnréttislaga, sem nú stæði yfir, þyrfti að horfa til þess að herða viðurlög við brotum á þeim. Menn þyrftu að finna fyrir því þegar þeir brytu lögin líkt og þegar þeir brytu önnur lög.Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðu könnunarinnar ákveðið áfall og taldi launamuninn enn meiri þar sem ekki væri tekið tillit til þess að mun færri konur væru í stjórnunarstöðum en karlar hjá fyrirtækjum. Sagði hann fæðingarorlofslögin ekki hafa dugað og að vandinn væri hjá atvinnurekendum og launþegum. Konur þyrftu að krefjast hærri launa.Athygli vakti að sex konur tóku til máls við utandagskrárumræðuna en aðeins þrír karlar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira