Innlent

Fimm fyrirtæki styrkja UNICEF um 60 milljónir króna

MYND/Anton Brink

Fimm fyrirtæki munu á morgun skrifa undir þriggja ára styrktarsamning við UNICEF á Íslandi sem samtals hljóðar upp á 60 milljónir króna. Fyrirtækin eru Baugur Group, FL Group, Fons, Glitnir og Samskip og með samningnum styrkja þau stoðir Barnahjálparinnar á Íslandi og gera samtökunum kleift að auka fjáröflunarstarf sitt til muna, eins og segir í tilkynningu.

Fyrsta verkefni UNICEF og bakhjarlanna verður að halda Dag rauða nefsins hér á landi í fyrsta sinn en það verður gert 1. desember. Um er að ræða söfnunarátak þar sem landsmenn verða hvattir til að skrá sig sem heimsforeldra og kaupa rauð trúðanef til styrktar verkefnum UNICEF um allan heim. Lag Baggalúts, Brostu, sem þegar er farið í spilun, var einnig samið sérstaklega fyrir söfnunarátakið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×