Ráðherra sakaður um lygar í tengslum við Landsvirkjun 8. nóvember 2006 13:49 MYND/Vísir Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf Alþingis í dag og benti á að iðnaðarráðherra hefði á ríkisstjórnarfundi í gær kynnt tvö frumvörp sem sneru að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Annars vegar væri gert ráð fyrir flutningi á eignarhaldi Landsvirkjunar frá iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðuneytis en hins vegar að Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð Landsvirkjun.Benti Jón Gunnarsson á að hann hefði spurt iðnaðarráðherra um það í síðustu viku, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun, hvort til stæði að sameina fyrirtækin en þá hefði ráðherra sagt að engin ákvörðun lægi fyrir um það. Spurði Jón því hvort ákvörðunin hefði verið tekin í hasti eða hvort ráðherra hefði logið fyrir viku.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði því til að ekki væri um formlega sameiningu að ræða heldur yrðu félögin áfram sérstök hlutafélög en eignafyrirkomulag ríkisins yrði með öðrum hætti.Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér þá hljóðs og sakaði ráðherrann um að segja ósatt í málinu og spurði hvort ráðherra hefði einnig sagt ósatt í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að ekki stæði til að einkavæða Landsvirkjun. Því væri ástæða til að spyrja ráðherra þeirrar spurningar aftur.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist telja að óheppilegt væri að sameina öll fyrirtækin og benti á að frekar hefði átt að styrkja Rarik og Orkubú Vestfjarða.Bæði Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndu ráðherra og spurðu hvort fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri svo slæm að lappa hefði þurft upp á hana með því sameina fyrirtækin þrjú.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra steig svo aftur í pontu og sagði orðbólgu mikla í umræðunni og að orð væru notuð af vafasömu tilefni og of- og rangtúlkanir hefðu komið fram í máli stjórnarandstöðunnar. Ítrekaði hann að ekki væri um formlega sameiningu að ræða þar sem Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu áfram sérstök félög. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf Alþingis í dag og benti á að iðnaðarráðherra hefði á ríkisstjórnarfundi í gær kynnt tvö frumvörp sem sneru að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Annars vegar væri gert ráð fyrir flutningi á eignarhaldi Landsvirkjunar frá iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðuneytis en hins vegar að Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð Landsvirkjun.Benti Jón Gunnarsson á að hann hefði spurt iðnaðarráðherra um það í síðustu viku, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun, hvort til stæði að sameina fyrirtækin en þá hefði ráðherra sagt að engin ákvörðun lægi fyrir um það. Spurði Jón því hvort ákvörðunin hefði verið tekin í hasti eða hvort ráðherra hefði logið fyrir viku.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði því til að ekki væri um formlega sameiningu að ræða heldur yrðu félögin áfram sérstök hlutafélög en eignafyrirkomulag ríkisins yrði með öðrum hætti.Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér þá hljóðs og sakaði ráðherrann um að segja ósatt í málinu og spurði hvort ráðherra hefði einnig sagt ósatt í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að ekki stæði til að einkavæða Landsvirkjun. Því væri ástæða til að spyrja ráðherra þeirrar spurningar aftur.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist telja að óheppilegt væri að sameina öll fyrirtækin og benti á að frekar hefði átt að styrkja Rarik og Orkubú Vestfjarða.Bæði Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndu ráðherra og spurðu hvort fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri svo slæm að lappa hefði þurft upp á hana með því sameina fyrirtækin þrjú.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra steig svo aftur í pontu og sagði orðbólgu mikla í umræðunni og að orð væru notuð af vafasömu tilefni og of- og rangtúlkanir hefðu komið fram í máli stjórnarandstöðunnar. Ítrekaði hann að ekki væri um formlega sameiningu að ræða þar sem Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu áfram sérstök félög.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira