Ráðherra sakaður um lygar í tengslum við Landsvirkjun 8. nóvember 2006 13:49 MYND/Vísir Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf Alþingis í dag og benti á að iðnaðarráðherra hefði á ríkisstjórnarfundi í gær kynnt tvö frumvörp sem sneru að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Annars vegar væri gert ráð fyrir flutningi á eignarhaldi Landsvirkjunar frá iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðuneytis en hins vegar að Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð Landsvirkjun.Benti Jón Gunnarsson á að hann hefði spurt iðnaðarráðherra um það í síðustu viku, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun, hvort til stæði að sameina fyrirtækin en þá hefði ráðherra sagt að engin ákvörðun lægi fyrir um það. Spurði Jón því hvort ákvörðunin hefði verið tekin í hasti eða hvort ráðherra hefði logið fyrir viku.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði því til að ekki væri um formlega sameiningu að ræða heldur yrðu félögin áfram sérstök hlutafélög en eignafyrirkomulag ríkisins yrði með öðrum hætti.Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér þá hljóðs og sakaði ráðherrann um að segja ósatt í málinu og spurði hvort ráðherra hefði einnig sagt ósatt í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að ekki stæði til að einkavæða Landsvirkjun. Því væri ástæða til að spyrja ráðherra þeirrar spurningar aftur.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist telja að óheppilegt væri að sameina öll fyrirtækin og benti á að frekar hefði átt að styrkja Rarik og Orkubú Vestfjarða.Bæði Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndu ráðherra og spurðu hvort fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri svo slæm að lappa hefði þurft upp á hana með því sameina fyrirtækin þrjú.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra steig svo aftur í pontu og sagði orðbólgu mikla í umræðunni og að orð væru notuð af vafasömu tilefni og of- og rangtúlkanir hefðu komið fram í máli stjórnarandstöðunnar. Ítrekaði hann að ekki væri um formlega sameiningu að ræða þar sem Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu áfram sérstök félög. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf Alþingis í dag og benti á að iðnaðarráðherra hefði á ríkisstjórnarfundi í gær kynnt tvö frumvörp sem sneru að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Annars vegar væri gert ráð fyrir flutningi á eignarhaldi Landsvirkjunar frá iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðuneytis en hins vegar að Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð Landsvirkjun.Benti Jón Gunnarsson á að hann hefði spurt iðnaðarráðherra um það í síðustu viku, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun, hvort til stæði að sameina fyrirtækin en þá hefði ráðherra sagt að engin ákvörðun lægi fyrir um það. Spurði Jón því hvort ákvörðunin hefði verið tekin í hasti eða hvort ráðherra hefði logið fyrir viku.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði því til að ekki væri um formlega sameiningu að ræða heldur yrðu félögin áfram sérstök hlutafélög en eignafyrirkomulag ríkisins yrði með öðrum hætti.Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér þá hljóðs og sakaði ráðherrann um að segja ósatt í málinu og spurði hvort ráðherra hefði einnig sagt ósatt í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að ekki stæði til að einkavæða Landsvirkjun. Því væri ástæða til að spyrja ráðherra þeirrar spurningar aftur.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist telja að óheppilegt væri að sameina öll fyrirtækin og benti á að frekar hefði átt að styrkja Rarik og Orkubú Vestfjarða.Bæði Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndu ráðherra og spurðu hvort fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri svo slæm að lappa hefði þurft upp á hana með því sameina fyrirtækin þrjú.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra steig svo aftur í pontu og sagði orðbólgu mikla í umræðunni og að orð væru notuð af vafasömu tilefni og of- og rangtúlkanir hefðu komið fram í máli stjórnarandstöðunnar. Ítrekaði hann að ekki væri um formlega sameiningu að ræða þar sem Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu áfram sérstök félög.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira