Southend hefur yfir 1-0 á heimavelli sínum gegn Manchester United þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. United hefur átt eitt skot í stöngina á marki Southend, sem á í vök að verjast eftir að Freddy Eastwood kom liðinu yfir á 27. mínútu.
Newcastle hefur yfir 1-0 gegn Watford á útivelli, Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton eru undir 2-1 gegn Chesterfield á útivelli Wycombe er yfir gegn Notts County 1-0 - en um 60 mínútur eru búnar af þessum leikjum þegar þetta er skrifað.