Brian Barwick hefur nú komið Steve McClaren landsliðsþjálfara Englendinga til varnar í kjölfar gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir vegna lélegs gengis enska landsliðsins í síðustu leikjum.
"Steve er að aðlagast vel í starfi sínu og hann er klár í sínu starfi þó vissulega hafi úrslitin í síðustu tveimur leikjum ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Sumir segja að ekki hafi verið staðið nógu vel að ráðningu hans á sínum tíma en ég veit ekki betur en að hann sé með jafn góðan árangur og hvaða maður sem er í landinu í sínu fagi," sagði Barwick.