Vill að þáttur lækna í láti sonar síns verði rannsakaður 29. október 2006 18:21 Móðir karlmanns, sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Færeyja í síðustu viku, vill að þáttur lækna á Egilsstöðum verið rannsakaður. Maðurinn lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu innan við tveimur dögum áður. Þórður Einar Guðmundsson, fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir, lést um borð í Norrænu á leið til Danmerkur. Á leiðinni á Seyðisfjörð 17. þessa mánaðar valt bíll hans út af veginum. Gunnlaug Helga Jónsdóttir, móðir hans sem býr á Suðureyri, telur að hann hafi fengið ófullnægjandi aðhlynningu á Egilsstöðum eftir slysið. Hún segir mikilvægt að allir sem lendi í bílslysi séu myndaðir, þar sem áverkar sjáist oft ekki utan á fólki, hún fullyrðir að það hafi ekki verið gert í tilfelli sonar hennar. Gunnlaug Helga heyrði í syni sínum skömmu eftir slysið í Berufirði. Hann lét hana þá vita að hann hefði velt bíl sínum og að hann væri í sjúkrabíl á leiðinni til Egilsstaða. Fáum klukkustundum síðar heyrði hún aftur í syni sínum, þegar hann hringdi úr hótelherbergi sínu á Egilsstöðum, nóttina áður en Norræna lagði úr höfn. Hann sagði henni að ekkert hefði verið gert á sjúkrahúsinu en hann teldi að allt væri í lagi. Sonur Gunnlaugar Helgu tók ferjuna næsta dag, en var látinn við komuna til Færeyja. Fjölskyldunni var tjáð að krufning hefði leitt í ljós að banameinið hafi verið innvortis blæðing vegna gats á milta sem hann fékk í bílveltunni. Gunnlaug Helga ætlar nú að fara fram á að þáttur lækna á Egilsstöðum verði rannsakaður. Fréttir Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Móðir karlmanns, sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Færeyja í síðustu viku, vill að þáttur lækna á Egilsstöðum verið rannsakaður. Maðurinn lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu innan við tveimur dögum áður. Þórður Einar Guðmundsson, fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir, lést um borð í Norrænu á leið til Danmerkur. Á leiðinni á Seyðisfjörð 17. þessa mánaðar valt bíll hans út af veginum. Gunnlaug Helga Jónsdóttir, móðir hans sem býr á Suðureyri, telur að hann hafi fengið ófullnægjandi aðhlynningu á Egilsstöðum eftir slysið. Hún segir mikilvægt að allir sem lendi í bílslysi séu myndaðir, þar sem áverkar sjáist oft ekki utan á fólki, hún fullyrðir að það hafi ekki verið gert í tilfelli sonar hennar. Gunnlaug Helga heyrði í syni sínum skömmu eftir slysið í Berufirði. Hann lét hana þá vita að hann hefði velt bíl sínum og að hann væri í sjúkrabíl á leiðinni til Egilsstaða. Fáum klukkustundum síðar heyrði hún aftur í syni sínum, þegar hann hringdi úr hótelherbergi sínu á Egilsstöðum, nóttina áður en Norræna lagði úr höfn. Hann sagði henni að ekkert hefði verið gert á sjúkrahúsinu en hann teldi að allt væri í lagi. Sonur Gunnlaugar Helgu tók ferjuna næsta dag, en var látinn við komuna til Færeyja. Fjölskyldunni var tjáð að krufning hefði leitt í ljós að banameinið hafi verið innvortis blæðing vegna gats á milta sem hann fékk í bílveltunni. Gunnlaug Helga ætlar nú að fara fram á að þáttur lækna á Egilsstöðum verði rannsakaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira