Geir og Guðlaugur leiða listana 29. október 2006 02:30 Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna S. Bjarnadóttir í því fjórða. Illugi Gunnarsson náði fimmta sæti, Pétur H. Blöndal, sem gaf kost á sér í 2.-3. sæti, lenti í sjötta sæti og Ásta Möller í sjöunda. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd. Lokatölur úr prófkjörinu: 1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti 3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti 5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti 6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti 7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti 8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti 9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti 10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti 11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti 12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS í gærkvöldi að ljóst væri, að Sjálfstæðismenn stilltu upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík. Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum fyrr, kveðst allt í senn þakklát, ánægð og undrandi yfir árangri sínum og segist hlakka til að fá að þjóna þjóðinni og flokknum. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna. Illugi Gunnarsson hagfræðingur er einnig nýr í stjórnmálabaráttu þótt hann hafi haft afskipti af stjórnmálunum sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Guðlaugur Þór segir prófkjörsbaráttuna hafa verið skemmtilega og þakkar Birni Bjarnasyni fyrir drengilega og góða baráttu. „Hér er sjálfstæðisfólk að velja á lista fyrir orrustuna í vor og það hefur ákveðið að raða okkur upp með þessum hætti. Björn fær einnig glæsilega kosningu og getur vel við unað og það skiptir mjög miklu máli að hann sé ennþá í fremstu röð okkar sjálfstæðismanna." Guðlaugur segir Geir H. Haarde fá glæsilega kosningu sem og nýir frambjóðendur. Listinn sé vel blandaður körlum og konum. „Ég held að við förum með afskaplega sterkt lið inn í kosningabaráttuna og þetta glæsilega prófkjör leggur grunninn að stórsigri okkar sjálfstæðismanna í vor." Guðlaugur segist sækjast eftir frekari áhrifum í stjórnmálunum og spurður hvort hann geri tilkall til ráðherraembættis í vor segir hann alla sem skipi efstu sæti gera slíkt, því sé ekki öðruvísi farið með sig. „En stóra málið er að vinna kosningarnar og svo að mynda ríkisstjórn. Við skulum því taka þetta í réttri röð." Björn Bjarnason sagðist geta unað vel við stöðu mála þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Öll atkvæði höfðu ekki verið talin og vildi hann því ekki úttala sig um stöðuna. „En miðað við þá baráttu sem hefur verið þá get ég vel við þessa niðurstöðu unað." Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna S. Bjarnadóttir í því fjórða. Illugi Gunnarsson náði fimmta sæti, Pétur H. Blöndal, sem gaf kost á sér í 2.-3. sæti, lenti í sjötta sæti og Ásta Möller í sjöunda. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd. Lokatölur úr prófkjörinu: 1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti 3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti 5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti 6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti 7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti 8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti 9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti 10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti 11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti 12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS í gærkvöldi að ljóst væri, að Sjálfstæðismenn stilltu upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík. Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum fyrr, kveðst allt í senn þakklát, ánægð og undrandi yfir árangri sínum og segist hlakka til að fá að þjóna þjóðinni og flokknum. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna. Illugi Gunnarsson hagfræðingur er einnig nýr í stjórnmálabaráttu þótt hann hafi haft afskipti af stjórnmálunum sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Guðlaugur Þór segir prófkjörsbaráttuna hafa verið skemmtilega og þakkar Birni Bjarnasyni fyrir drengilega og góða baráttu. „Hér er sjálfstæðisfólk að velja á lista fyrir orrustuna í vor og það hefur ákveðið að raða okkur upp með þessum hætti. Björn fær einnig glæsilega kosningu og getur vel við unað og það skiptir mjög miklu máli að hann sé ennþá í fremstu röð okkar sjálfstæðismanna." Guðlaugur segir Geir H. Haarde fá glæsilega kosningu sem og nýir frambjóðendur. Listinn sé vel blandaður körlum og konum. „Ég held að við förum með afskaplega sterkt lið inn í kosningabaráttuna og þetta glæsilega prófkjör leggur grunninn að stórsigri okkar sjálfstæðismanna í vor." Guðlaugur segist sækjast eftir frekari áhrifum í stjórnmálunum og spurður hvort hann geri tilkall til ráðherraembættis í vor segir hann alla sem skipi efstu sæti gera slíkt, því sé ekki öðruvísi farið með sig. „En stóra málið er að vinna kosningarnar og svo að mynda ríkisstjórn. Við skulum því taka þetta í réttri röð." Björn Bjarnason sagðist geta unað vel við stöðu mála þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Öll atkvæði höfðu ekki verið talin og vildi hann því ekki úttala sig um stöðuna. „En miðað við þá baráttu sem hefur verið þá get ég vel við þessa niðurstöðu unað."
Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira