Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur yfir 2-0 gegn Bolton á útivelli þar sem gestirnir hafa verið með frumkvæðið lengst af leik og þar er Wayne Rooney loksins kominn á blað fyrir United. Liverpool er að bursta Aston Villa og Everton hefur yfir gegn Arsenal á útivelli.
Portsmouth hefur yfir 1-0 gegn Reading á heimavelli sínum þar sem Brynjar Björn Gunnarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark hjá Reading, þegar hann stangaði boltann í eigið net með höndinni eftir hornspyrnu Pedro Mendes. Þetta er fyrsti leikur Brynjars í byrjunarliði Reading í deildinni.
Staðan í leikjum Watford - Tottenham og Fulham - Wigan er enn 0-0. Alla markaskorara er hægt að sjá á Boltavaktinni hér á Vísi.