Norræn samvinna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi 27. október 2006 20:00 Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. Þing Norðurlandanna fer fram í næstu viku í Kaupamannahöfn og að vanda ber þar margt á góma. Mansal og loftslagsmál er á meðal þess sem þingfulltrúarnir skeggræða og eflaust berst ný skoðanakönnun ráðsins um afstöðu almennings til norræns samstarfs í tal. Flestir Norðurlandabúar telja samstarf á sviði umhverfismála mest aðkallandi þótt þeim hafi fækkað nokkuð frá því síðasta könnun var gerð árið 1993. Sameiginleg barátta gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hins vegar orðin það svið sem næstflestir leggja mesta áherslu á og menntamálin koma svo í þriðja sæti. Norðurlöndin eru það svæði sem flestir Íslendingar álíta mikilvægast að eiga samstarf við. 69% eru þeirrar skoðunar á meðan helmingur þjóðarinnar telur nær að efla samvinnuna við ESB-löndin og fjórðungur við Bandaríkin. Íslensk stjórnvöld eru sögð leggja mikla áherslu á að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Þar er við ramman reip að draga því Finnar vilja ólmir koma sínum manni að, og að sögn finnskra fjölmiðla eru þeir gramir Íslendingum fyrir leynimakk. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir broslegt hvernig þessi mál hafi verið rædd. Ekki sé staðfest að Ísland sækist eftir starfinu, en þó sé löngu orðið tímabært að Íslendingar fái framkvæmdastjórastöðuna. Íslendingur hafi aldrei gengt henni en það hafi Finni gert, minnst einu sinni og stutt síðan síðast. Sigríður Anna segir Íslandsdeildina ekki eiga aðkomu að þessu. Málið sér fyrst og fremst hjá ráðherrum landanna og hún á von á því að það verði til lykta leitt á fundi þeirra á mánudaginn. Fréttir Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. Þing Norðurlandanna fer fram í næstu viku í Kaupamannahöfn og að vanda ber þar margt á góma. Mansal og loftslagsmál er á meðal þess sem þingfulltrúarnir skeggræða og eflaust berst ný skoðanakönnun ráðsins um afstöðu almennings til norræns samstarfs í tal. Flestir Norðurlandabúar telja samstarf á sviði umhverfismála mest aðkallandi þótt þeim hafi fækkað nokkuð frá því síðasta könnun var gerð árið 1993. Sameiginleg barátta gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hins vegar orðin það svið sem næstflestir leggja mesta áherslu á og menntamálin koma svo í þriðja sæti. Norðurlöndin eru það svæði sem flestir Íslendingar álíta mikilvægast að eiga samstarf við. 69% eru þeirrar skoðunar á meðan helmingur þjóðarinnar telur nær að efla samvinnuna við ESB-löndin og fjórðungur við Bandaríkin. Íslensk stjórnvöld eru sögð leggja mikla áherslu á að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Þar er við ramman reip að draga því Finnar vilja ólmir koma sínum manni að, og að sögn finnskra fjölmiðla eru þeir gramir Íslendingum fyrir leynimakk. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir broslegt hvernig þessi mál hafi verið rædd. Ekki sé staðfest að Ísland sækist eftir starfinu, en þó sé löngu orðið tímabært að Íslendingar fái framkvæmdastjórastöðuna. Íslendingur hafi aldrei gengt henni en það hafi Finni gert, minnst einu sinni og stutt síðan síðast. Sigríður Anna segir Íslandsdeildina ekki eiga aðkomu að þessu. Málið sér fyrst og fremst hjá ráðherrum landanna og hún á von á því að það verði til lykta leitt á fundi þeirra á mánudaginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira