Fá 150 milljónir evra í tekjur frá Nike

Forráðamenn Barcelona tilkynntu í dag að nýr samningur félagsins við ameríska íþróttavöruframleiðandann Nike ætti eftir að skila félaginu um 150 milljónum evra í tekjur á næstu fimm árum. Barcelona hefur spilað í treyjum Nike frá árinu 1998 og verður núverandi samningur framlengdur til ársins 2013.