Innlent

Engar breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs á þessu kjörtímabili

Magnús Stefánsson á ársfundi ASÍ í dag.
Magnús Stefánsson á ársfundi ASÍ í dag. MYND/Gunnar V. Andrésson

Engar breytingar verða gerðar á hlutverki Íbúðalánasjóðs á þessu kjörtímabili, aðrar en þær sem áður hefur verið lýst, þ.e. breytingar til að laga stöðu sjóðsins að ríkisstyrkjareglum EES-samningsins og hugsanlegar breytingar til að fara eftir tillögum stýrihóps um málefni Íbúðalánasjóðs. Þetta kom fram í ræðu Magnúsar Stefánssonar, félagsmálaráðherra, á ársfundi ASÍ í dag. Hann segir að samkvæmt tillögum stýrihópsins sé m.a. lagt til að Íbúðalánasjóði verði heimilað að fjármagna útlán sín með öðrum hætti en verið hafi og geti þannig lánað án ríkisábyrgðar.

Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að Íbúaðalánasjóður hefði og muni, að hans áliti, áfram gegna þýðingarmiklu hlutverki til framkvæmda þeirrar stefnu stjórnvalda að tryggja öllum landsmönnum, óháð búsetu og efnahag, öryggi og jafnræði í húsnæðismálum með því að gera fólki kleift að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

Mikil umræða hafi verið í þjóðfélaginu um stöðu og hlutverk Íbúðalánasjóðs. Ráðherra hafi á undanförnum vikum kallað til mín til samráðs fulltrúa ýmissa aðila í þjóðfélaginu, ekki síst fulltrúa neytenda, til þess að kalla eftir sjónarmiðum þeirra þegar húsnæðismál og aðgengi að húsnæðislánum fyrir almenning eru annars vegar. Þar hafi margt áhugavert komið fram. Í ræðu sinni sagði ráðherra nauðsynlegt að halda áfram að ræða opinskátt um ýmsa þætti sem haft geta áhrif á húsnæðisverð og vaxtamyndun hér á landi með það að markmiði að tryggja svo hagstæð kjör sem kostur sé á fyrir almenning í landinu.

Ræða félagsmálaráðherra í heild sinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×