Honduras vill ráða Maradona

Knattspyrnusambandið í Honduras átti fund með argentínska knattspyrnugoðinu Diego Maradona í gær þar sem þess var farið á leit við kappann að gerast landsliðsþjálfari. Maradona hefur ekki riðið feitum hesti frá þjálfarastörfum til þessa, en talsmaður knattspyrnusambandsins í Honduras telur að það myndi auka veg og virðingu landsins að fá jafn þekktan landsliðsþjálfara.