HS samþykkir 10 milljóna dollara tilboð bandaríska hersins 26. október 2006 16:08 Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að samþykkja tilboð frá bandaríska hernum um 10 milljóna dollara greiðslu, jafnvirði um 680 milljóna, til að jafna ágreining vegna uppsagnar hitaveitusamnings í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. Fram kemur í tilkynningu frá hitaveitunni að tilboðið hafi borist í gær og var fjallað um það á stjórnarfundi í dag og það samþykkt. Segir í tilkynningunni að tilboðið hafi verið lægra en efni hafi staðið til en þegar horft var til hins kostarins, að heyja löng og kostnaðarsöm málaferli fyrir bandarískum dómstólum með óvissum ávinningi, var ákveðið að taka því. Varnarliðið tilkynnti hitaveitunni í lok mars að samningnum yrði sagt upp og hófust þá viðræður milli aðilanna um bætur fyrir uppsögn samningsins. Upphafleg krafa hitaveitunnar var í kringum 50 milljónir dollara, eða rum 3,5 milljarðar króna, en þá var ekki vitað hver framtíð mannvirkja á varnarsvæðinu yrði. Kröfurnar þá byggðust meðal annars á breytingum sem yrði að ráðast í vegna brotthvarfs Bandaríkjamanna, kostnað við að fjarlægja lagnir og að einungis 5 prósent húsnæðis á varnarsvæðinu yrði upphitað í framtíðinni. Með nýju varnarsamkomulagi Bandaríkjamanna og Íslendinga tóku Íslendingar hins vegar við öllu húsnæði á svæðinu og er því íslenska ríkið orðið viðskiptavinur Hitaveitu Suðurnesja í stað Bandaríkjahers. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, stjórnarformanns Hitaveitu Suðurnesja, kaupir íslenska ríkið um 70 prósent af því vatnsmagni sem Bandaríkjaher gerði áður. Ellert segir hitaveitumenn ekki ánægða með tilboðið en það sé ásættanlegt ef tekið sé tillit til alls. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að samþykkja tilboð frá bandaríska hernum um 10 milljóna dollara greiðslu, jafnvirði um 680 milljóna, til að jafna ágreining vegna uppsagnar hitaveitusamnings í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. Fram kemur í tilkynningu frá hitaveitunni að tilboðið hafi borist í gær og var fjallað um það á stjórnarfundi í dag og það samþykkt. Segir í tilkynningunni að tilboðið hafi verið lægra en efni hafi staðið til en þegar horft var til hins kostarins, að heyja löng og kostnaðarsöm málaferli fyrir bandarískum dómstólum með óvissum ávinningi, var ákveðið að taka því. Varnarliðið tilkynnti hitaveitunni í lok mars að samningnum yrði sagt upp og hófust þá viðræður milli aðilanna um bætur fyrir uppsögn samningsins. Upphafleg krafa hitaveitunnar var í kringum 50 milljónir dollara, eða rum 3,5 milljarðar króna, en þá var ekki vitað hver framtíð mannvirkja á varnarsvæðinu yrði. Kröfurnar þá byggðust meðal annars á breytingum sem yrði að ráðast í vegna brotthvarfs Bandaríkjamanna, kostnað við að fjarlægja lagnir og að einungis 5 prósent húsnæðis á varnarsvæðinu yrði upphitað í framtíðinni. Með nýju varnarsamkomulagi Bandaríkjamanna og Íslendinga tóku Íslendingar hins vegar við öllu húsnæði á svæðinu og er því íslenska ríkið orðið viðskiptavinur Hitaveitu Suðurnesja í stað Bandaríkjahers. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, stjórnarformanns Hitaveitu Suðurnesja, kaupir íslenska ríkið um 70 prósent af því vatnsmagni sem Bandaríkjaher gerði áður. Ellert segir hitaveitumenn ekki ánægða með tilboðið en það sé ásættanlegt ef tekið sé tillit til alls.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira