Vilja Sementsverksmiðjuna í burt 23. október 2006 22:20 Sementsverksmiðjan á Akranesi. MYND/H.Kr. Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. Á fréttavef Skessuhorns er vitnað í bréfið þar sem segir að ótrúlegt sé hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins séu áberandi, sér í lagi að kvöldi dags þegar hljótt sé að öðru leyti. Vegna þessa sé svefnlesyi þekkt vandamál margra sem búi í næsta nágrenni. Auk þessa séu skothríðir algengar, og engu líkara en íbúar séu staddir á stríðsátakasvæði. Þær standi gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn starfsmanna verksmiðjunnar sé ekki hægt að komast hjá þessu. Í bréfinu sé þess getið að skothríðin hljómi þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans. Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram rekstri stóriðju inni í bænum. Bréfritarar telja að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vilji vera í fremstu röð í umhverfismálum og setji sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun hvers konar frá umræddri verksmiðju. Telja íbúarnir best að flytja verksmiðjuna frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga og skora á bæjaryfirvöld að gera allt sem sé mögulegt til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst. Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að hugmynd íbúanna sé ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar hafi verið til umræðu um miðja síðustu öld hafi Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, lagt það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga. Fréttir Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. Á fréttavef Skessuhorns er vitnað í bréfið þar sem segir að ótrúlegt sé hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins séu áberandi, sér í lagi að kvöldi dags þegar hljótt sé að öðru leyti. Vegna þessa sé svefnlesyi þekkt vandamál margra sem búi í næsta nágrenni. Auk þessa séu skothríðir algengar, og engu líkara en íbúar séu staddir á stríðsátakasvæði. Þær standi gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn starfsmanna verksmiðjunnar sé ekki hægt að komast hjá þessu. Í bréfinu sé þess getið að skothríðin hljómi þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans. Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram rekstri stóriðju inni í bænum. Bréfritarar telja að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vilji vera í fremstu röð í umhverfismálum og setji sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun hvers konar frá umræddri verksmiðju. Telja íbúarnir best að flytja verksmiðjuna frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga og skora á bæjaryfirvöld að gera allt sem sé mögulegt til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst. Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að hugmynd íbúanna sé ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar hafi verið til umræðu um miðja síðustu öld hafi Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, lagt það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga.
Fréttir Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira