Læknar samþykkja ekki að fólk velji kyn barna 20. október 2006 18:45 Sjö danskar konur fóru til Kýpur og völdu kyn á ófædd börn sín. Jón G. Snædal, forseti Alþjóðasamtaka lækna, segir að íslenskir læknar myndu aldrei samþykkja það að velja annað kynið fram yfir hitt.Þú ert 100% öruggur um að fá barn af því kyni sem þú velur - svo hljóðar loforð breska kvensjúkdómalæknisins Pauls Rainsburys sem rekur læknastofu á tyrkneska hluta Kýpur - því það er jú ólöglegt að velja kyn ófædds barns í Evrópusambandinu og hér á Íslandi sömuleiðis. Tæknin er hins vegar til og samkvæmt heimasíðu breska læknisins - sem er á tólf tungumálum þar á meðal á dönsku - er þetta í raun glasafrjóvgun. Eggið er frjóvgað utan legs og tveimur dögum síðar er ein fruma skoðuð og á litningunum má sjá hvors kyns er.Jón G. Snædal er forseti Alþjóðasamtaka lækna sem er einmitt ætlað að styrkja siðfræðilegan grundvöll lækna. Hann segir samtökin á móti allri kynjamismunun í læknavísindunum, meðal annars við fóstureyðingar. Hann telur að sú íhlutun sem leyfð er, á borð við glasafrjóvgun, fóstureyðingar og getnaðarvarnir, siðferðislega öðrum meiði en það að leyfa fólki að velja kyn barna sinna. Fyrst og fremst segist hann óttast þær hugmyndir sem liggja að baki því að taka eitt kynið fram yfir annað. Miklu fremur en að ójafnvægi yrði á milli kynja í heiminum. Þessar hugmyndir valdi því að læknar gætu aldrei samþykkt að velja eitt kynið fram yfir hitt. Fréttir Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Sjö danskar konur fóru til Kýpur og völdu kyn á ófædd börn sín. Jón G. Snædal, forseti Alþjóðasamtaka lækna, segir að íslenskir læknar myndu aldrei samþykkja það að velja annað kynið fram yfir hitt.Þú ert 100% öruggur um að fá barn af því kyni sem þú velur - svo hljóðar loforð breska kvensjúkdómalæknisins Pauls Rainsburys sem rekur læknastofu á tyrkneska hluta Kýpur - því það er jú ólöglegt að velja kyn ófædds barns í Evrópusambandinu og hér á Íslandi sömuleiðis. Tæknin er hins vegar til og samkvæmt heimasíðu breska læknisins - sem er á tólf tungumálum þar á meðal á dönsku - er þetta í raun glasafrjóvgun. Eggið er frjóvgað utan legs og tveimur dögum síðar er ein fruma skoðuð og á litningunum má sjá hvors kyns er.Jón G. Snædal er forseti Alþjóðasamtaka lækna sem er einmitt ætlað að styrkja siðfræðilegan grundvöll lækna. Hann segir samtökin á móti allri kynjamismunun í læknavísindunum, meðal annars við fóstureyðingar. Hann telur að sú íhlutun sem leyfð er, á borð við glasafrjóvgun, fóstureyðingar og getnaðarvarnir, siðferðislega öðrum meiði en það að leyfa fólki að velja kyn barna sinna. Fyrst og fremst segist hann óttast þær hugmyndir sem liggja að baki því að taka eitt kynið fram yfir annað. Miklu fremur en að ójafnvægi yrði á milli kynja í heiminum. Þessar hugmyndir valdi því að læknar gætu aldrei samþykkt að velja eitt kynið fram yfir hitt.
Fréttir Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira