Lögreglan í Belgrad í Serbíu hefur handtekið 152 stuðningsmenn fyrir kynþáttafordóma á leik Rad og Novi Pazar í annari deildinni þar í landi í gær, en þetta var í annað sinn á nokkrum dögum þar sem lögregla þarf að hafa afskipti af stuðningsmönnum vegna kynþáttafordóma í serbneska boltanum.
Á sunnudag voru nokkrir stuðningsmenn Borac Cacak í fyrstu deildinni handteknir eftir að þeir klæddust búningum Ku Klux Klan og héldu á borða þar sem sóknarmaðurinn Mike Tawmanjira frá Zimbabwe var vinsamlegast beðinn að hypja sig til heimalands síns. Átta af þessum stuðningsmönnum, sem voru stuðningsmenn liðs Cacak, eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir uppátæki sitt.