Iceland Express eykur umsvif sín 19. október 2006 12:30 Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður. Félagið flýgur nú þegar til átta áætlunarstaða á meginlandinu, en þeir verða 15 næsta sumar. Það eru álíka margir staðir og Icelandair flýgur til í Evrópu. Síðan verður skiptistöð í Keflavík fyrir Bandaríkjaflugið og verður byrjað að fljúga fimm sinnum í viku til Boston en ekki er ákveðið hversu margar ferðir verða til New York. Að sögn Pálma Haraldssonar, annars eiganda Fons, sem á Iceland Express verður þetta eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni síðan Loftleiðir voru og hétu. Hvorki Rayanair eða Easy jet fljúga til dæmis til Bandaríkjanna. Pálmi segir að grundvöllurinn fyrir þessu sé sá að Fons eigi stóra hluti í sölufyrirtækjum farseðla, eða ferðaskrifstofum, eins og til dæmis Ticket og verði ferðanet Iceland Express selt í gegnum þau. Samtals selji þau fullfermi í tíu þúsund þotur á ári, vítt og breitt um heiminn. Sölukerfið sé því nú þegar fyrir hendi en það sé forsenda þessa. Væntanlega verður flogið á Boeing 737-800 flugvélum, en félagið hefur til þessa boðið flugreksturinn út til flugrekenda. Nú þarf það hinsvegar að afla sér flugrekstarleyfis vegna flugsins til Bandaríkjanna. Auk þessa ætlar Iceland Express að hefja áætlunarflug hér innanlands frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða næsta vor og og bjóða að minnsta kosti 30% lægra verð en Flugfélag Íslands býður nú. Líklegt er að SAAB skrúfuþotur verði notaðar til þess flugs. Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður. Félagið flýgur nú þegar til átta áætlunarstaða á meginlandinu, en þeir verða 15 næsta sumar. Það eru álíka margir staðir og Icelandair flýgur til í Evrópu. Síðan verður skiptistöð í Keflavík fyrir Bandaríkjaflugið og verður byrjað að fljúga fimm sinnum í viku til Boston en ekki er ákveðið hversu margar ferðir verða til New York. Að sögn Pálma Haraldssonar, annars eiganda Fons, sem á Iceland Express verður þetta eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni síðan Loftleiðir voru og hétu. Hvorki Rayanair eða Easy jet fljúga til dæmis til Bandaríkjanna. Pálmi segir að grundvöllurinn fyrir þessu sé sá að Fons eigi stóra hluti í sölufyrirtækjum farseðla, eða ferðaskrifstofum, eins og til dæmis Ticket og verði ferðanet Iceland Express selt í gegnum þau. Samtals selji þau fullfermi í tíu þúsund þotur á ári, vítt og breitt um heiminn. Sölukerfið sé því nú þegar fyrir hendi en það sé forsenda þessa. Væntanlega verður flogið á Boeing 737-800 flugvélum, en félagið hefur til þessa boðið flugreksturinn út til flugrekenda. Nú þarf það hinsvegar að afla sér flugrekstarleyfis vegna flugsins til Bandaríkjanna. Auk þessa ætlar Iceland Express að hefja áætlunarflug hér innanlands frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða næsta vor og og bjóða að minnsta kosti 30% lægra verð en Flugfélag Íslands býður nú. Líklegt er að SAAB skrúfuþotur verði notaðar til þess flugs.
Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira