Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli 19. október 2006 11:20 MYND/Vísir Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Sagði Steingrímur það stangast á við yfirlýsingar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin styddi ákvörðun hans og því ríkti ekki samstaða um veiðarnar. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og að hún stæði heilshugar á bak við hana. Hann hefði haft skýrt leyfi til að taka ákvörðun um að gefa út veiðileyfin. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að hann teldi að yfirlýsingar umhverfisráðherra hefðu veikt stöðu Íslands í málinu. Slæmt væri að umhverfisráðherra væri ekki við umræðurnar á þingi en hann hefði vitað af þeim.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið í sérstökum farvegi og spurði hvort umhverfisráðherra hefði ekki verið hafður með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Ingibjörg benti á að ef einhver ætti að vera inni í málinu þá væri það sá ráðherra enda þyrfti hann að svara fyrir veiðarnar líkt og sjávarútvegsráðherra út á við. Hún kallaði jafnframt eftir því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrði frá því hver fyrirvari hennar væri í málinu.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að það hefði verið Alþingi sem ákvað það á sínum tíma að hefja atvinnuveiðar á ný og ráðherra væri að framfylgja vilja Alþingis. Þá sagði að hann að þeir sem væru á móti veiðunum ættu að segja það í stað þess að skýla sér á bak við hlutleysi.Sjávarútvegsráðherra steig aftur í pontu og ítrekaði að ríkisstjórnin stæði einhuga á bak við ákvörðunina en sakaði um leið stjórnarandstöðuna um að tala sig fram hjá afstöðu sinni í málinu. Afstaðan þyrfti að koma fram. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Sagði Steingrímur það stangast á við yfirlýsingar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin styddi ákvörðun hans og því ríkti ekki samstaða um veiðarnar. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og að hún stæði heilshugar á bak við hana. Hann hefði haft skýrt leyfi til að taka ákvörðun um að gefa út veiðileyfin. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að hann teldi að yfirlýsingar umhverfisráðherra hefðu veikt stöðu Íslands í málinu. Slæmt væri að umhverfisráðherra væri ekki við umræðurnar á þingi en hann hefði vitað af þeim.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið í sérstökum farvegi og spurði hvort umhverfisráðherra hefði ekki verið hafður með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Ingibjörg benti á að ef einhver ætti að vera inni í málinu þá væri það sá ráðherra enda þyrfti hann að svara fyrir veiðarnar líkt og sjávarútvegsráðherra út á við. Hún kallaði jafnframt eftir því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrði frá því hver fyrirvari hennar væri í málinu.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að það hefði verið Alþingi sem ákvað það á sínum tíma að hefja atvinnuveiðar á ný og ráðherra væri að framfylgja vilja Alþingis. Þá sagði að hann að þeir sem væru á móti veiðunum ættu að segja það í stað þess að skýla sér á bak við hlutleysi.Sjávarútvegsráðherra steig aftur í pontu og ítrekaði að ríkisstjórnin stæði einhuga á bak við ákvörðunina en sakaði um leið stjórnarandstöðuna um að tala sig fram hjá afstöðu sinni í málinu. Afstaðan þyrfti að koma fram.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira