Milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur í nægu að snúast þessa dagana. Í kvöld verður hann að venju á sínum stað í stúkunni þegar Chelsea tekur á móti Barcelona í Meistaradeildinni, en á morgun kemur hann hingað til lands og þiggur heimboð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.
Knattspyrna verður líklega ekki efsta mál á dagskrá hjá Abramovich og félögum þegar þeir koma hingað til lands á morgun, en Rússinn mun fara víða og meðal annars í Bláa Lónið. Nánar má lesa um erindi Abramovich á forsíðu Vísis.