Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja 17. október 2006 23:17 Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Capacent Gallup. Hún var gerð á tímabilinu 5. til 27. septembber og var svarhlutfall tæp 65%. Alls tóku 258 fyrirtæki þátt í könnuninni en 399 fyrirtæki voru í úrtakinu. Stuðst er við heildarlaunagreiðslur þegar stærstu fyrirtækin eru valin. Í frétt fjármálaráðuneytisins segir að forráðamenn fyrirtækjanna telji aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar og að þær hafi batnað á undanförnum mánuðum. Vísitala efnahagslífsins, þ.e. hlutfall þeirra sem telja aðstæður góðar, sé nú um 173 stig. Í könnun í maí 2006 var vísitalan 162 stig, sem var nokkur lækkun frá í febrúar 2006 þegar hún var 175 stig. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að neikvæð áhrif svokallaðs óróa á fjármálamarkaði á væntingar fyrirtækja virðast að mestu afstaðin. Forsvarsmenn fyrirtækja á landsbyggðinni telji aðstæður þar hafa batnað en mat á stöðu fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafi versnað lítillega þótt enn sé ástandið talið betra þar en á landsbyggðinni. Vísitala efnahagslífsins á landsbyggðinni mælist nú 167 stig en var 148 stig í febrúar síðastliðnum. Til samanburðar er vísitala efnahagslífsins á höfuðborgarsvæðinu nú 175 stig en var í febrúar 185 stig. Í umfjöllun fjármálaráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar segir að almennt virðist bjartsýnin um horfur í efnahagslífinu vera að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækjanna. Vísitala efnahagslífsins fyrir sex mánuði mælist nú um 112 stig en hafi verið 86 stig í febrúar. Vísitala efnahagslífsins fyrir 12 mánuði mælist nú um 128 stig en hafi verið aðeins 71 stig í febrúar. Forráðamenn fyrirtækja séu því ekki jafn svartsýnir að jafnaði um horfur og þeir voru í fyrri mælingum. Ef borin eru saman viðhorf forráðamanna fyrirtækja í mismunandi starfsemi gætir mestrar bjartsýni hjá fyrirtækjum í verslun, samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu og fjármála- og tryggingastarfsemi. Heldur fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir til næstu 12 mánaða í byggingar- og veitustarfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Capacent Gallup. Hún var gerð á tímabilinu 5. til 27. septembber og var svarhlutfall tæp 65%. Alls tóku 258 fyrirtæki þátt í könnuninni en 399 fyrirtæki voru í úrtakinu. Stuðst er við heildarlaunagreiðslur þegar stærstu fyrirtækin eru valin. Í frétt fjármálaráðuneytisins segir að forráðamenn fyrirtækjanna telji aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar og að þær hafi batnað á undanförnum mánuðum. Vísitala efnahagslífsins, þ.e. hlutfall þeirra sem telja aðstæður góðar, sé nú um 173 stig. Í könnun í maí 2006 var vísitalan 162 stig, sem var nokkur lækkun frá í febrúar 2006 þegar hún var 175 stig. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að neikvæð áhrif svokallaðs óróa á fjármálamarkaði á væntingar fyrirtækja virðast að mestu afstaðin. Forsvarsmenn fyrirtækja á landsbyggðinni telji aðstæður þar hafa batnað en mat á stöðu fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafi versnað lítillega þótt enn sé ástandið talið betra þar en á landsbyggðinni. Vísitala efnahagslífsins á landsbyggðinni mælist nú 167 stig en var 148 stig í febrúar síðastliðnum. Til samanburðar er vísitala efnahagslífsins á höfuðborgarsvæðinu nú 175 stig en var í febrúar 185 stig. Í umfjöllun fjármálaráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar segir að almennt virðist bjartsýnin um horfur í efnahagslífinu vera að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækjanna. Vísitala efnahagslífsins fyrir sex mánuði mælist nú um 112 stig en hafi verið 86 stig í febrúar. Vísitala efnahagslífsins fyrir 12 mánuði mælist nú um 128 stig en hafi verið aðeins 71 stig í febrúar. Forráðamenn fyrirtækja séu því ekki jafn svartsýnir að jafnaði um horfur og þeir voru í fyrri mælingum. Ef borin eru saman viðhorf forráðamanna fyrirtækja í mismunandi starfsemi gætir mestrar bjartsýni hjá fyrirtækjum í verslun, samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu og fjármála- og tryggingastarfsemi. Heldur fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir til næstu 12 mánaða í byggingar- og veitustarfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira