SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild 17. október 2006 20:30 Borgar Þór Einarsson, formaður SUS. MYND/Vilhelm Gunnarsson Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUS í dag. Þar segir að óþolandi sé að búa við ásakanir tengdar hlerunarmálinu og að þær liggi í loftinu. Sambandið furðar sig á því að þeir sem hafi komið fram með ásakanirnar hafi ekki gert það fyrr eða látið yfirvöld vita af hinu meinta athæfi. Í ályktuninni hafnar sambandið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar til viðbótar greiningardeil lögreglu sem fyrir sér. Ef slíkar hugmyndir næðu fram að ganga hefðu slík yfirvöld ekki einungis heimildir til að rannsaka grunaða glæpamenn áður en glæpur væri framinn, heldur einnig heimildir til að handtaka, yfirheyra, hlera og gera húsleit hjá viðkomandi án undanfarandi dómsúrskurðar. Slíkar valdheimildir séu varhugaverðar þar sem þær bjóða heim hættu á misnotkun, misrétti og ofsóknum. Í ályktuninni segir ennfremur að þegar við bætist að starfsemi slíkra yfirvalda verði, eðli máls samkvæmt, leynileg og einungis háð innra eftirliti, verði hættan á misnotkun enn meiri. Telur sambandið að ef ofangreindar hugmyndir verði að veruleika muni það leiða til þess að ákveðinn hópur manna innan stjórnsýslunnar hefði fáheyrð völd og nánast enga ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. SUS áréttar í ályktun sinni að frumskylda ríkisvaldsins, og réttlæting fyrir tilvist þess, sé að standa vörð um öryggi borgaranna. Slík varðstaða megi þó aldrei verða til þess að skerða réttindi borgaranna og gera þá berskjaldaða fyrir vörðunum. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUS í dag. Þar segir að óþolandi sé að búa við ásakanir tengdar hlerunarmálinu og að þær liggi í loftinu. Sambandið furðar sig á því að þeir sem hafi komið fram með ásakanirnar hafi ekki gert það fyrr eða látið yfirvöld vita af hinu meinta athæfi. Í ályktuninni hafnar sambandið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar til viðbótar greiningardeil lögreglu sem fyrir sér. Ef slíkar hugmyndir næðu fram að ganga hefðu slík yfirvöld ekki einungis heimildir til að rannsaka grunaða glæpamenn áður en glæpur væri framinn, heldur einnig heimildir til að handtaka, yfirheyra, hlera og gera húsleit hjá viðkomandi án undanfarandi dómsúrskurðar. Slíkar valdheimildir séu varhugaverðar þar sem þær bjóða heim hættu á misnotkun, misrétti og ofsóknum. Í ályktuninni segir ennfremur að þegar við bætist að starfsemi slíkra yfirvalda verði, eðli máls samkvæmt, leynileg og einungis háð innra eftirliti, verði hættan á misnotkun enn meiri. Telur sambandið að ef ofangreindar hugmyndir verði að veruleika muni það leiða til þess að ákveðinn hópur manna innan stjórnsýslunnar hefði fáheyrð völd og nánast enga ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. SUS áréttar í ályktun sinni að frumskylda ríkisvaldsins, og réttlæting fyrir tilvist þess, sé að standa vörð um öryggi borgaranna. Slík varðstaða megi þó aldrei verða til þess að skerða réttindi borgaranna og gera þá berskjaldaða fyrir vörðunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira