
Enski boltinn
Íslendingarnir í byrjunarliðum

Þeir Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson verða í byrjunarliðum Charlton og Fulham þegar liðin mætast í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem hefst nú klukkan 19. Leikurinn er á heimavelli Fulham, sem er í 12. sæti deildarinnar, en Hermann og félagar í Charlton þurfa nauðsynlega á sigri að halda því liðið er á botninum með aðeins 3 stig.