Lífið

Ótal uppfinningar Snillinganna

Bókin um ótal uppfinningar Snillinganna fjallar á gamansaman hátt um sumar af helstu uppfinningum í veröldinni. Áherslan er á sex meiriháttar uppfinningar - linsuna, gufuvélina, ljósaperuna, brunahreyfilinn, smárann og púðrið. Þessar uppfinningar eru skoðaðar gaumgæfilega, forverar þeirra og afleiðingar og það hvernig ein hugmynd leiðir til annarrar. Auk þess er talað um fólkið á bak við merkustu hugmyndirnar, fræg mistök og hvað framtíðin ber í skauti sér.

Menningarþjóðir birtast og hverfa, heimsveldi rísa og falla og hausar fjúka - en fólk heldur samt áfram að finna upp. Nöfn margra uppfinningamann eru okkur kunn; það var Karl Benz sem smíðaði fyrsta bílinn árið 1895. Bíllin var knúinn bensínvél og stýrt með stýrisstöng, en var bara með þrjú hjól. Árið eftir smíðaði Gottleib Daimler fyrsta fjórhjólabílinn. Frekar en að byrja frá grunni setti hann bara bensínvél í hestvagn! Það voru svo Michelin-bræður sem framleiddu fyrstu lofthjólbarðana árið 1895 og bíllinn varð miklu þýðari. En ekki leið á löngu þar til hann krafðist mannfórna. Árið 1896 varð fullorðin kona, Bridget Driscoll, fyrir bíl við Crystal Palace í Lundúnum. Hann var á fleygiferð þess tíma - 6 km hraða!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×