Finnski landsliðsmaðurinn Teemu Tainio verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Tainio verður því ekki með Finnum í landsleikjunum gegn Armeníu og Kazakstan á næstu viku og ljóst er að fjölhæfni hans og baráttugleði verður sárt saknað í herbúðum Tottenham.