Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum þremur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Didier Drogba heldur áfram að skora grimmt fyrir Chelsea og kom liðinu yfir á þriðju mínútu gegn Aston Villa, en gestirnir náðu að jafna leikinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með marki frá Gabriel Agbonlahor.
Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton náðu sömuleiðis forystu gegn Arsenal á heimavelli með marki Darren Bent á 21. mínútu, en Robin van Persie jafnaði metin fyrir arsenal 10 mínútum síðar. Þá hefur Everton yfir gegn Manchester City þar sem markahrókurinn Andy Johnson skoraði skömmu áður en flautað var til leikhlés.