Tim Borowski meiddur

Þýski landsliðsmaðurinn Tim Borowski hjá Werder Bremen verður frá keppni í tvær til þrjár vikur að sögn lækna félagsins eftir að hann meiddist á fæti í leiknum gegn Barcelona í gærkvöldi. Þetta þýðir að Borowski mun missa af leik Þjóðverja og Georgíu í byrjun næsta mánaðar - sem og næsta leik Bremen í Evrópukeppninni.