Fluttur á sjúkrahús eftir samstuð

Írski markvörðurinn Shay Given hjá Newcastle hefur verið fluttur á sjúkrahús í Lundúnum eftir að hafa lent í samstuði við Marlon Harewood, sóknarmann West Ham í leik liðanna í dag. Given verður á sjúkrahúsi í nótt og fór því ekki norður til Newcastle til með félögum sínum eftir leikinn. Given kenndi sér meins í maganum og því var ákveðið að flytja hann á sjúkrahús.