Chelsea yfir gegn Liverpool

Englandsmeistarar Chelsea hafa yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í fyrri stórleik dagsins, en leikið er á Stamford Bridge í Lundúnum. Það var Fílstrendingurinn Didier Drogba sem skoraði mark Chelsea á 42. mínútu með frábæru einstaklingsframtaki, en hann fékk háa sendingu inn á teiginn með bakið í markið, sneri af sér varnarmann og skaut viðstöðulausu vinstrifótarskoti framhjá markverðinum.