Innlent

Gengið til góðs á laugardaginn

Rauði kross Íslands hvetur þjóðina til að ganga til góðs á laugardag, í þágu munaðarlausra barna í Afríku sem og annarra barna þar sem standa höllum fæti.

Verkefnin eða vandamálin í sunnanverðri Afríku eru ærin, ekki síst í Malaví sem er eitt alfátækasta ríki heims. Þar er alnæmi mjög útbreitt og er svo komið að fjöldi barna er munaðarlaus eftir að hafa misst annað foreldri sitt eða báða úr alnæmi. Sum þeirra eiga ömmu eða afa eða aðra ættingja sem taka við þeim, en svo háttar ekki allsstaðar til.

Hér á NFS höfum við meðal annars sagt frá Alice, sem er með alnæmi og 10 ára dóttur hennar Charity, sem sér fram á að verða munaðarlaus, en Alice notar tímann til að skrifa um sig og fjölskylduna í minningabók svo Charity hafi eitthvað í höndunum þegar hún stendur ein eftir. Sem og frá leikskólum sem taka við munaðarlausum börnum sem og öðrum sem standa höllum fæti. Rauði kross Íslands hefur látið til sín taka í Chiradzulu í góðri samvinnu við malavíska rauða krossinn.

Þá styður Rauði kross Íslands við matavæla og ræktunarverkefni í hérðainu. Í þessu hrjáða landi starfa Rauða krossfélög frá ýmsum löndum og eru að minnsta kosti 14 svona verkefni í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×