Innlent

Hæsta tré landsins í Hallormsstaðaskógi

Hæsta træ landsins er að finna í Hallormsstaðaskógi en það er alaskaösp sem er 24,2 metrar á hæð eftir því sem fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu.

Þar segir að nemendur við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hafi heimsótt alla stærstu skóga landsins og mælt hæð hæstu trjáa á hverjum stað. Komust þeir að því að hæsta tré landsins væri sitkagreni á Kirkjubæjarklaustri en það reyndist 23,7 metrar að hæð. Þessi niðurstaða kom Arnóri Snorrasyni, sérfræðingi á Mógilsá, á óvart því í fyrra mældist alaskaösp í Múlakoti einnig 23,7 metrar.

Þetta þótti Austfirðingum súrt í broti og síðastliðinn þriðjudag sendi Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, sitt fólk til mælinga í skóginum. Fannst þá fyrrnefnd alaskaösp sem reyndist hálfum metra hærri en hin trén tvö. Það var Sigurður Blöndal sem gróðursetti öspina árið 1970 en hún hafði ekki verið mæld áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×