Innlent

Vilja athugun á jarðgöngum um Tröllaskaga

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa skorað á þingmenn og ríkisvaldið að gera ítarlega hagkvæmnathugun á því að grafa jarðgöng í gegnum Tröllaskaga milli Hjaltadals og Eyjafjarðar. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna eftir ársþing þeirra sem fram fór á dögunum. Samtökin vilja einnig að gerð verði fýsileikaúttekt á að færa vegastæði á Holtavörðuheiði niður um 50-60 metra svo auðveldara verði að ferðast um heiðina á vetrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×