Innlent

Tónlistarhús kynnt á Feneyja-tvíæringnum

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem reisa á við hafnarbakkann í Reykjavík verður kynnt á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag sem Ísland tekur þátt í fyrsta sinn í ár. Sýningin verður haldin dagana 10. september til 19. nóvember og fjallar hún um lykilþætti sem snúa að þróun stórra borga um allan heim. 50 lönd taka þátt í sýningunni en íslenski sýningarskálinn, sem Ólafur Elíasson hannaði, verður opnaður á föstudag og mun Dorrit Moussaieff forsetafrú opna sýninguna fyrir hönd menntamálaráðherra og borgarstjóra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×