Innlent

Dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum

Náttúrufræðistofnun leggur til að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna óvæntra atburða sem orðið hafa í rjúpnastofninum. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að talningar sýni að stofninn sé á niðurleið um allt land eftir aðeins tvö ár í uppsveiflu og viðkoman er lélega annað árið í röð. Stærð stofnsins er metin um 500 þúsund fuglar og er lagt til að leyft verði að veiða 45 þúsund fugla í haust en þeir voru 70 þúsund í fyrra. Til að takmarka veiðina er lagt til að sölubann gildi áfram veiðitíminn verði styttur verulega og veiðimenn verði hvattir til að sýna hófsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×