Innlent

ISPCAN verðlaunar Barnahús

Alþjóðlegu barnaverndarsamtökin ISPCAN veittu í dag Barnahúsi verðlaun fyrir starf í þágu barna á heimsráðstefnu samtakanna í New York. Samkvæmt tilkynningu frá Barnahúsi er stofnuni verðlaunuð fyrir þáttaskil á meðferð kynferðisbrotamála á Íslandi, einkum með tilliti til þarfa og réttinda barna. Þá hafi framlag Íslands til að vinna að framgangi þverfaglegra vinnubragða varðandi kynferðisbrot gegn börnum í Evrópu verið einkar árangursríkt eins og opnun barnahúsa í Svíþjóð beri ótvíræðan vitnisburð um. Það var Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem veitti verðlaununum viðtöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×