Innlent

Íbúar í Árbænum ósáttir við niðurfellingu s5

Íbúar í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti hafa stofnað undirbúningshóp sem mótmælir því harðlega að hraðleið strætó s5 hafi verið felld niður sem og ferðir á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að þar tapi Strætó bs tæplega milljón á dag, þá hafi eitthvað orðið undan að láta.

Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti og eru eina hverfið á höfðuborgarsvæðinu sem ekki er þjónað af hraðleið eftir niðurfellingu á hraðleiðinni s5. Um leið hverfur bein tenging úr hverfinu við menntaskóla í miðbænum, háskólasvæði, Landspítallann svo fátt eitt sé nefnt. íbúar í hverfunum eru ekki alls kosta sáttir og óska eftir skýringum strætó bs.

Aðstoðarframkvæmdarstjóri strætó bs. segir að Strætó bs. hafi verið rekið með tapi undanfarin ár. Velta fyrirtækisins á ársgrundvelli er um 2,2 milljarðar króna og tapið um milljón á dag. Með því að fella niður leið s5 og ferðir á tíu mínútna fresti sparar fyrirtækið um 340 milljónir króna á ársgrundvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×