Innlent

Stöðug söluaukning á ostum og viðbiti

Stöðug söluaukning hefur verið í ostu og viðbiti á landinu það sem af er árinu eftir því sem fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Nemur söluaukningin sex komma einu prósenti í viðbiti en tæpum fimm prósentum í ostum. Mestu munar þar um rifinn ost en salan á honum hefur aukist um þrettá prósent. Þykja þetta ánægjuleg tíðindi fyrir kúabændur, þar sem aukin osta- og viðbitssala felur í sér aukna eftirspurn eftir mjólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×