Innlent

Esso og Atlantsolía lækka eldsneytisverð

MYND/GVA
Atlantsolía hefur ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og sextíu aura og lítrann af dísilolíu um ena krónu og tíu aura. Eftir lækkunina kostar bensínlítrinn 122 krónur og sextíu aura en dísillítrinn kostar hins vegar 119 krónur og níutíu aura. Olíufélagið Esso hefur einnig ákveðið að lækka verð á bensíni og dísilolíu vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs. Lítrinn af bensíni lækkar um eina krónu og fimmtíu aura og lítrinn af dísilolíu lækkar um eina krónu. Algengasta verð á 95 oktana bensíni hjá Esso eftir lækkunina er 124 krónur og tíu aurar. Tilkynningar um eldsneytisverðlækkun hafa ekki borist frá öðrum olíufélögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×