Innlent

Gistinóttum fjölgar um 11 prósent milli ára

MYND/vilhelm

Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um 11 prósent í júlí síðastliðnum miðaða við sama mánuð í fyrra. Þær voru tæplega 176 þúsund í þarsíðasta mánuði en 158.000 í sama mánuði árið 2005. Fram kemur í frétt frá Hagstofunni að gistinóttum hafi fjölgað í öllum landshlutum en aukningin var hlutfallslega mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem gistinætur fóru úr 17.000 í 19.500 milli ára, en það er 15 prósenta aukning. Fjölgun gistinátta á hótelum í júní árið 2006 má bæði rekja til Íslendinga og útlendinga. Samtals hefur gistinóttum á hótelum fjölgað um tíu prósent á fyrstu sjö mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×