Innlent

Ekki í skóla nema að landslög séu brotin

Fjöldi nýbúabarna hefur ekki getað byrjað í skóla í haust þar sem þau hafa enn ekki fengið kennitölu. Margra vikna bið er eftir kennitölum hjá þjóðskrá og á meðan geta skólayfirvöld ekki leyft þeim að fara í skólann nema brjóta landslög.

Að minnsta kosti átta pólskættuð börn á Ísafirði fá ekki að fara í skólann af því þau hafa ekki fengið kennitölu. Íslensk skólareynsla þeirra hefur til þessa ekki verið önnur en að mæna innum glugga skólanna. Reglugerð kveður á um að einungis börn með númer fái skólavist en það tekur margar vikur að fá það í þjóðskránni. Á meðan kerfið mjatlar á umsóknum geta skólaskrifstofur ekki hleypt börnunum í skólann - nema brjóta gegn reglugerðum og landslögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×