Innlent

Þrýst á fyrrum rektor HÍ að beita áhrifum sínum

Stefán Ólafsson prófessor segir að þrýst hafi verið á þáverandi rektor Háskóla Íslands, um að hafa áhrif á afskipti Stefáns af efnahagsmálum. Stefán líkir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarna áratugi við stefnu Thatchers, Reagans og Pinochets.

Stefán segir að sú stefna sem Thatcher og Reagan tóku upp í Bretlandi og Bandaríkjunum upp úr 1980, þar sem auknar áherslur voru lagðar á einkavæðingu og markaðsvæðingu og sköttum hafi verið létt af fjárfestum, hátekjufólki, og fyrirtækjum, hafi sömuleiðis verið höfð til hliðsjónar hér á landi. Hann segir að íslenska ríkisstjórnir hafi í raun gengið skrefinu lengra en Thatcher og Reagan. Það hafi haft bein áhrif á tekjuskiptingu sem komi fram í mælingum sem ójöfnuður.

Stefán segir að skoðanir hans hafi fallið mönnum misvel í geð. Þá hafi nokkrir aðilar reynt að hafa bein áhrif á afskipti hans af efnahagsmálum í framhaldi af fyrirlestrum sem hann flutti þar sem efnahagsmálin voru til umræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×