Viðskipti innlent

Nýir stjórnendur hjá Air Atlanta Iceland

Tveir nýir stjórnendur hafa hafið störf hjá Air Atlanta Icelandic. Geir Valur Ágústsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Air Atlanta Icelandic og Stefán Eyjólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri starfsmannamála fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá Avion Group kemur fram að Geir Valur hafi unnið hjá Heklu síðustu fjögur árin bæði sem fjármálastjóri og framkvæmdastjóri Bílasviðs en áður í 15 ár hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG, meðal annars sem svæðisstjóri Austurlands og meðeigandi síðan 1997. Geir Valur er útskrifaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi.

Stefán Eyjólfsson var framkvæmdastjóri Íslandsferða frá 2004 til 2006 og framkvæmdastjóri Kynnisferða frá árinu 2002. Áður hafði hann unnið í 11 ár hjá Icelandair, meðal annars sem svæðisstjóri í Bretlandi, og stýrt tekjustýringu og áætlanagerð. Hann er útskrifaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×