
Fótbolti
Saviola hafði ekki áhuga á að fara til Aston Villa

Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona hefur gefið það upp að leikmaðurinn hafi hafnað tilboði um að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa. Saviola hefur ekki spilað af neinu viti fyrir spænska liðið í tvö ár og útlit fyrir að hann verði annað hvort seldur eða lánaður frá félaginu enn eina ferðina.