Juaquin til Valencia

Spænska stórliðið Valencia hefur náð samkomulagi við Real Betis um kaup á vængmanninum Juaquin fyrir um 25 milljónir evra ef marka má fréttir frá Spáni í dag. Sagt er að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í samningi leikmannsins sem er til fimm ára. Juaquin var um tíma eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni og hafði Liverpool meðal annars verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum.