Innlent

Nýr upplýsingavefur um háskólanám

Mynd/E.Ól
Framhald punktur is, nýr upplýsingavefur um framhalds- og háskólanám var opnaður dag. Fjórir nemar við Verslunarskóla Íslands eiga veg og vanda að heimasíðunni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði vefinn formlega í morgun en á honum er að finna upplýsingar um alla framahaldss- og háskóla á Íslandi.

Á heimasíðunni eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir nema, svo sem um fjármál og sparnað, skólabækur og fartölvur. Fjórir nemar á hagfræðibraut við Verslunarskóla Íslands stofnuðu síðunna en þeim þótti vanta upplýsingaveitu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um alla íslenska framhaldss- og háskóla á einum stað.

Þeir hafa unnið dag og nótt við að gera síðuna klára fyrir skólabyrjun en þeir nutu liðsinnis KB banka, Office 1 og Opin kerfi við stofnun síðunnar. Menntamálaráðherra var að vonum ánægð með framtak þeirra félaga og hefur ákveðið að styrkja þá um hundrað þúsund krónur. Styrkurinn mun verða nýttur til frekari þróunar síðunnar og útgáfu blaðs sem strákarnir stefna á að gefa út næsta vor en efnistök munu verða nátengd síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×