Hannover 96 tapaði í dag 4-0 fyrir Hertha Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er liðið því neðst í deildinni án stiga eftir tvær umferðir. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahópi Hannover í dag, frekar en í fyrsta leik liðsins á dögunum.
Nurnberg er í efsta sæti deildarinnar með 6 stig líkt og Werder Bremen, en Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen geta komst í efsta sætið með sigri á Bochum á morgun.