Hagnaður Sparisjóðabankans aldrei meiri 15. ágúst 2006 14:59 Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. Hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári nam 756,2 milljónum króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar Íslands kemur fram, að samfelldur mikill hagnaður í nokkur misseri hafi styrkt stöðu bankans verulega og sé hann því vel í stakk búinn að hefja kröftuga sókn til vaxtar og áframhaldandi arðsemi. Verði áform þar að lútandi kynnt síðar á árinu. Í tilkynningunni kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu hafi numið 603,2 milljónum króna á fyrri hluta ár sem er 53,1 prósenti meira en á sama tíma í fyrra. Nægja vaxtatekjurnar til þess að standa undir öllum rekstrarkostnaði bankans ásamt virðisrýrnun útlána og er það viðsnúningur frá því sem áður var. Þetta bendir til sífellt meiri styrkleika í hefðbundinni útlánastarfsemi bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni. Útlán hækkuðu úr 47,4 milljörðum í árslok 2005 í 58,2 milljarða krónur í júnílok og nemur hækkunin 22,7 prósentum. Þar af hækkuðu útlána bankans á viðskiptamenn sem ekki eru lánastofnanir úr 20,9 milljörðum króna í 26,5 milljarða. Í tilkynningunni segir ennfremur að bankinn hafi smám saman aukið útlán til erlendra aðila á síðustu misserum og sjái hann fjölmörg sóknarfæri á því sviði. Ráðist vaxtarmöguleikar bankans að verulegu leyti af aðgengi bankans að erlendu lánsfjármagni en aðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum hafa verið íslenskum bönkum erfiðar frá því í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir það hafi bankinn tekið 100 milljónir evra að láni hjá hópi evrópskra banka í maí. Leysti lántakan endurfjármögnunarþörf bankans fram á mitt næsta ár. Bankinn hefur að undanförnu kannað ýmsa nýja lántökumöguleika og virðist sem viðhorf erlendra lánveitenda sé að verða jákvæðara í garð íslenskra banka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. Hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári nam 756,2 milljónum króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar Íslands kemur fram, að samfelldur mikill hagnaður í nokkur misseri hafi styrkt stöðu bankans verulega og sé hann því vel í stakk búinn að hefja kröftuga sókn til vaxtar og áframhaldandi arðsemi. Verði áform þar að lútandi kynnt síðar á árinu. Í tilkynningunni kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu hafi numið 603,2 milljónum króna á fyrri hluta ár sem er 53,1 prósenti meira en á sama tíma í fyrra. Nægja vaxtatekjurnar til þess að standa undir öllum rekstrarkostnaði bankans ásamt virðisrýrnun útlána og er það viðsnúningur frá því sem áður var. Þetta bendir til sífellt meiri styrkleika í hefðbundinni útlánastarfsemi bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni. Útlán hækkuðu úr 47,4 milljörðum í árslok 2005 í 58,2 milljarða krónur í júnílok og nemur hækkunin 22,7 prósentum. Þar af hækkuðu útlána bankans á viðskiptamenn sem ekki eru lánastofnanir úr 20,9 milljörðum króna í 26,5 milljarða. Í tilkynningunni segir ennfremur að bankinn hafi smám saman aukið útlán til erlendra aðila á síðustu misserum og sjái hann fjölmörg sóknarfæri á því sviði. Ráðist vaxtarmöguleikar bankans að verulegu leyti af aðgengi bankans að erlendu lánsfjármagni en aðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum hafa verið íslenskum bönkum erfiðar frá því í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir það hafi bankinn tekið 100 milljónir evra að láni hjá hópi evrópskra banka í maí. Leysti lántakan endurfjármögnunarþörf bankans fram á mitt næsta ár. Bankinn hefur að undanförnu kannað ýmsa nýja lántökumöguleika og virðist sem viðhorf erlendra lánveitenda sé að verða jákvæðara í garð íslenskra banka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira