Lífið

Úrslit kynnt í dag

Hljómsveitin Mammút spilar í Galtalæk um verslunarmannahelgina
Hljómsveitin Mammút spilar í Galtalæk um verslunarmannahelgina MYND/ Adam Scott

Umboðsskrifstofan Concert hefur undanfarið leitað af ferskum hljómsveitum og söngvurum til að skemmta á fjölskylduhátíðinni í Galtalæk um Verslunarmannahelgina. Mikill áhugi hljómsveita var fyrir þessu einstaka tækifæri og barst skrifstofunni fjöldi umsókna. Concert hefur nú valið nokkrar sveitir sem ætla að stíga á stokk og trylla lýðinn. Tónlistarflutningur sveitanna er fjölbreyttur og allt frá rappi upp í rokk. Á meðal þeirra sveita sem koma fram eru Mammút og Búdrýgindi. Báðar þessar sveitir hafa meðal annars á ferli sínum afrekað að vinna Músíktilraunir.

Áhugi upprennandi tónlistarmanna fyrir söngvarakeppninni var ekki minni en hjá hljómsveitunum en 187 söngvarar á aldrinum 12 til 17 ára sóttu um. Fjölmargir umsækjenda voru hæfileikaríkir en aðeins 12 fá tækifæri til að taka þátt í keppninni í Galtalæk laugardaginn 5. ágúst og hafa þeir verið valdir. Sigurvegarinn fær að syngja inn á Jólaplötuna Jólaskraut II sem kemur út fyrir jólin.

Dagskráin á Fjölskylduhátíðinni í Galtalæk er fjölbreytt og ættu allir að geta skemmt sér vel en meðal þeirra sem koma fram eru Sumargleðin,

Stuðmenn, Paparnir, Skítamórall og Idolstjörnurnar Bríet Sunna, Ingó og Snorri.

Nöfn þeirra hljómsveita og söngvara sem urðu fyrir valinu að þessu sinni verða birt á heimasíðu Concert, www.concert.is, klukkan 12 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×