Viðskipti innlent

Eimskip eykur hlut sinn í Kirsiu Linija

Eimskip hefur gengið frá kaupum á auknum hlut í skipafélaginu Kursiu Linija  Eimskip átti 50 prósenta hlut í félaginu en á eftir kaupin 70 prósenta hlut og er heildarkaupverð hans 5 milljónir evra, jafnvirði tæpra 465 milljóna króna. Kursiu Linija er eitt stæsta skipafélag í Eystrasaltsríkjunum í einkaeigu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar Íslands segir að hlutur Eimskips í skipafélaginu sé ráðandi.

Þá segir að Eimskip fjármagnar kaupin með eigin fé en eignast kauprétt að 30 prósentum hlutafjár í skipafélaginu eftir fjögur ár. Við það yrði skipafélagið allt í eigu Eimskips.

Þar sem Eimskip á nú 70 prósent hlutafjár í Kursiu Linija er það tekið inn í efnahag og rekstur Eimskips og þar með móðurfélagsins Avion Group. Rekstur Kursiu Linija kemur inn í reikninga Eimskips á fjórða ársfjórðungi eða frá 1. ágúst næstkomandi, en uppgjörstímabil Eimskips er frá 1. nóvember til 31. október, að því er fram kemur í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×